Album: Í þessi sekúndubrot sem ég flýt
hún kemur og fer,
þessi freka stund sem er núna,
og heimtar athygli,
takmarkar mig frá hinu liðna.
hún kemur og fer,
en endist ekki,
leikur um mig,
og eldist ekki,
næ ekki að grípa augnablikið,
sem er þó alltaf hjá mér...
ég bið ekki um mikið,
ég vil bara að tíminn stansi um stund,
ég vil undirbúa mig,
og upplifa hið fullkomna andartak
á milli stunda,
ein sekúnda
sem kemur ekki,
eins lengi og ákveðna augnablikið,
kemur alltaf og fer.
hún kemur og fer mér alltaf frekar illa,
er ekki rétt sniðin,
að áætlunum mínum
sem falla um sig,
þessir hrokagikkir,
kunna ekki að meta augnablikið,
því meira sem ég reyni að herða takið
rennur tíminn framm hjá (fingrum mér)...