Flökta tvístruð tákn
Trauðla flaggið blaktir
Fjarar þrek er þúsund menn
þreyta slóðann hraktir
Brostnar vonir, vá
Veggir martröð þaktir
Undir sunnu þrælar Þórs
þreyta slóðann hraktir
Fram á rauða nótt
Fram í rauðan dauðann
Enginn veit sinn næturstað
Örlög þola´ í þögn
þræðir heljar raktir
Sækja fram til sólarlags
Synir okkar hraktir
Fram á rauða nótt
Fram í rauðan dauðann
Enginn veit sinn næturstað

Комментарии