það er eitthvað sem dregur mig aftur til þín,
það er eitthvað sem dregur mig til þín.
þegar dagur er búinn en kvöldið eftir,
þá er eitthvað sem dregur mig til þín.
en ekki vaka,
ekki muna heldur gleyma.
ekki vaka,
ekki framkvæma heldur dreyma.
er það sakleysisbjarmi sem sýnir mér lit,
eða er það dýptin inn í skjáinn?
kannski sé ég í kvöld það líf sem ég vil,
þú er sáluhjálparbláminn.
en ekki hugsa,
ekki upplifa heldur dreyma.
ekki hugsa,
ekki gera heldur gleyma.
ég vil fá að ofnota þig,
þú sýnir mér enn nýja hlið.
þú ofhitnar við álagið,
og það kveiknar í þér
og ég anda þér inn, og þú andar mér inn
ég stari djúpt inn í logann sem umlykur mig,
og armar hans loka mig svo inni.
og faðmurinn brennir síðasta viljann frá mér,
þetta var ekki á sjónvarpsdagskránni.
en gefðu eftir,
það er svo miklu auðveldara.
gefðu eftir,
það er ekkert úti að fara.
ég vil fá að ofnota þig,
þú sýnir mér enn nýja hlið.
þú ofhitnar við álagið,
og það kveiknar í þér,
þú varðst hluti af mér,
það kveiknar í þér,
þú sameinaðist mér,
og ég anda þér inn,
og þu andar mér inn.