Из альбома: Tónlyst
eins og svo oft áður
þá finnst mér eitthvað vanta.
og þó að ég hafi öll réttu verkfærin,
þá kann ég ekki að nota samviskuna sem skjöld,
og ég get ekki lært hvernig traust er unnið í þrepum.
og ég hika við að leggja af stað en tek þó eitt lítið skref áfram,
og finn minn rétta takt...
þetta er eitt lítið skref áfram...
en hvað er svo hreinn sannleikur?
er það að fallast á þung orð?
eða einhver staður sem við loks mætumst?
þetta er kerfisbundin þrá,
sem vex við hvert skipti sem ég rek mig á.
ég verð að læra að falla hægar og styttra.
en ef ég hrasa aftur niður á botn þá tek ég eitt lítið skref áfram,
og klifra svo aftur upp...
þetta er eitt lítið skref áfram... finndu kjark...
en hvernig er það með metnað,
getur hann stökkbreyst í hroka
ef ég eyk hraðann aðeins um of?
þetta er kerfisbundin þrá,
að læra að stjórna þessari vél.
en er það mannlegt eðli að láta illa að stjórn?
en ég hef enga löngun til að halda lengra og lengra áfram,
ef mig vantar minn rétta takt...
þetta er eitt lítið skref áfram... finndu kjark...
(til að taka skrefið áfram...)
en hvenær á ég að stoppa?